2.9 C
Selfoss

Tré ársins 2025 útnefnt í Jórukletti á Selfossi

Vinsælast

Tré ársins 2025 var formlega útnefnt á Selfossi laugardaginn 20. september við hátíðlega athöfn á bökkum Ölfusár. Að þessu sinni hlaut nafnbótina tré sem hefur vaxið á sérstökum stað, í Jórukletti sem stendur í miðri ánni og blasir við bæjarbúum dag hvern.

Athöfnin fór fram við gamla braggann neðan við Ártún þar sem gestum var boðið upp á tónlistaratriði, ávörp og veitingar í boði Skógræktarfélags Íslands.

Tréð er talið vera um 50–60 ára gamalt. Mælingar sem gerðar voru við athöfnina sýndu að það er 9,7 metrar á hæð og þvermál þess í brjósthæð mælist 37,5 sentímetrar, en Björgunarfélag Árborgar aðstoðaði við mælingar á trénu. Ekki er vitað með vissu hvernig það komst á klettinn en tilkoma þess hefur lengi vakið athygli.

Nýjar fréttir