Eldur kom upp í geymslu í fjölbýlishúsi á Eyravegi á Selfossi skömmu fyrir tíu í morgun. Slökkvimenn frá Brunavörnum Árnessýslu voru snöggir að ná yfirráðum á eldinum og sinna nú reykræstingu í húsinu.
Lárus Kristinn Guðmundsson varaslökkvistjóri sagði í samtali við Vísi að enginn hafi verið fluttur upp á sjúkrahús og ekki er vitað að svo stöddu hver eldsupptök séu.


