Í júlí tók fjármála- og efnahagsráðuneytið ákvörðun um að skipta um þjónustuaðila á þjónustukönnun ríkisstofnana og er hún nú hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Mælaborðin hafa því breyst og gefa stofnuninni enn betra tækifæri til að rýna í niðurstöðurnar með það að markmiði að gera reglulegar umbætur.
Niðurstöður þjónustukönnunar sem framkvæmd var í júlí og ágúst endurspegla að þjónustuþegar telja viðmót og framkomu starfsfólks framúrskarandi.
Á þessari mynd má sjá heildaránægju í júlí og ágústmánuði en samtals 2190 svör bárust frá öllum 10 starfsstöðvum stofnunarinnar.


