2.9 C
Selfoss

Gaman saman í kvenfélagi

Vinsælast

Nú þegar september er að ganga í garð hefst vetrarstarfið hjá Kvenfélagi Selfoss og er það 77. starfsár félagsins. Fyrsti félagsfundur vetrarins verður í Selinu við Engjaveg 9. september kl. 19:30 og eru gestir og nýir félagar hjartanlega velkomnir.

Félagsfundirnir eru haldnir annan þriðjudag í mánuði, oftast í Selinu, en stundum er brugðið á leik annars staðar. Spjall- og handavinnukvöld eru í Selinu tveimur vikum eftir félagsfund hvers mánaðar, kl. 19:30 og eru allir velkomnir.

Kvenfélagið hefur gefið út dagbókina Jóru sl. 33 ár og eru fyrirtækjum og stofnunum færðar þakkir fyrir stuðninginn við dagbókina fyrir árið 2025, sem og fyrri dagbækur. Án þessa stuðnings væri útgáfa hennar ekki möguleg.

Ágóða af dagbókinni 2025 var varið til að styrkja tilraunaverkefnið „Flakkandi félagsmiðstöð“. Félagsmiðstöðin Zelsíus sá um þetta verkefni í samstarfi við lögreglu og barnavernd.

Vinna við 34. dagbókina er hafin og munum við áfram leita til fyrirtækja og stofnana varðandi auglýsingar og styrktarlínur. Mun dagbókin eins og áður innihalda uppskriftir, ljóð og ýmiss konar fróðleik.

Að starfa í Kvenfélagi Selfoss er gefandi og skemmtilegt og hvetjum við alla til að kynna sér starf félagsins.

Við Við 

Nýjar fréttir