2.9 C
Selfoss

Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum

Vinsælast

Matgæðingur vikunnar er að þessu sinni Helgi Sigurður Haraldsson

Ég þakka Ómari fyrir áskorunina. Ég er nú ekki mikið í því að prófa mig áfram í eldhúsinu með nýjum uppskriftum og því oftast eitthvað sótt á netið eða í bækur. Hér er vinsæl uppskrift, fengin að láni af netinu, sem mikið er notuð á mínu heimili þegar eitthvað létt á að vera í matinn.

Ég skora svo á Jóhönnu Bríeti Helgadóttur, dóttur mína, fyrir næsta blað en þar er ekki komið að tómum kofanum þegar matseld eða bakstur á í hlut.

Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum
4 kjúklingabringur
kjúklingakrydd
bbq honey mustard sósa
1 poki klettasalat
1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 rauðlaukur
1/2 agúrka
1 Avocadó og/eða 1 mangó
100 g ristaðar furuhnetur
1/2-1 krukka fetaostur (ekki setja olíuna með)
1 askja jarðarber tortillaflögur

Salatdressing
1 dl olía
1/2 dl balsamic edik
1/2 dl dijon sinnep
1 dl hlynsíróp
1 hvítlauksgeiri, pressaður

  1. Skerið kjúklingabringurnar í litla munnbita og steikið á pönnu. Kryddið með kjúklingakryddi og þegar kjötið hefur „lokast“ er bbq-sósunni hellt út á pönnuna og kjúklingurinn látinn malla í henni þar til hann er eldaður í gegn.
  2. Skerið grænmetið í hæfilega bita og raðið á disk.
  3. Hellið kjúklingum yfir og stráið ostinum og furuhnetunum yfir allt. Endið á muldum nachosflögum.
  4. Gerið sósuna með því að hræra öll hráefnin vel saman og berið hana fram með salatinu þannig að hver getur skammtað sér að vild.

Nýjar fréttir