Bryndís Embla Einarsdóttir, Umf. Selfoss, bætti eigið Íslandsmet í spjótkasti á Sumarkastmóti Selfoss þann 18. ágúst síðastliðinn. Hún kastaði 500 gr. spjótinu 46,93 m og bætti eigið Íslandsmet í flokki 16 –17 ára um 61 cm. Árangur Bryndísar Emblu er jafnframt HSK-met í flokki 16–17 ára.
Kristján Kári Ólafsson bætti eigið HSK-met í sleggjukasti (7,26 kg) á sama móti er hann kastaði sleggjunni 41,40 m. Hann bætti fyrra met sitt um 90 cm.
Margir aðrir keppendur stóðu sig vel og settu persónuleg met en úrslit mótsins má sjá á mótasíðu FRÍ.

