Moskvít þrykkir út nýju lagi 22. ágúst. Þetta er sannkallaður rokk-pönk eyrnaormur sem fær þig til syngja með.
Þú átt eitthvað bágt heitir lagið og fjallar um sannleikann, þeir sem skilja hann ekki eiga eitthvað bágt. Beturvitarnir virðast halda að þeir viti hvað er sannleikur og hvað er lygi. Ef þú treystir ekki beturvitum þá ertu bara bjáni. En það á ekki við mig, ég mun ekki blekkja þig. Ef þú trúir mér ekki þá áttu augljóslega eitthvað bágt. Svo hlustaðu nú! Ekki láta einhvern beturvita spila með þig, þú getur tekið þínar eigin ákvarðanir sjálfur. Þú, sem og allir, ert hérna fyrir eigin hagsmuni og enginn ber ábyrgð á útkomunni nema þú sjálfur. Þú verður aldrei múgurinn, ert varla partur. Þú ert bara þú. Og þú ert meistarinn yfir eigin lífi og þess vegna ætlar þú að hlusta á þetta lag oft og mörgum sinnum og fylgja okkur í Moskvit!
Lagið var tekið upp og mixað hjá Kjartani í Dynur Stúdíó í Hveragerði og masterað hjá Sigurdóri í Skonrokk.
Þú Átt Eitthvað Bágt má finna á öllum helstu streymisveitum og tónleikum Moskvitar.

