2.9 C
Selfoss

Grímsævintýrin á Borg verða haldin hátíðleg um helgina

Vinsælast

Sveitahátíð með rótgrónu sniði og fjölskyldustemning

Laugardaginn 23. ágúst 2025 verður hin árlega sveitahátíð Grímsævintýrin á Borg haldin með glæsibrag. Hátíðin, sem er skipulögð af Kvenfélagi Grímsneshrepps, hefur glatt gesti í áratugi og nýtur mikillar vinsælda meðal heimamanna sem og gesta hvaðanæva að. Þar ber hæst tombólan fræga, sem hefur verið ómissandi hluti hátíðarinnar allt frá árinu 1926.

Markaður
Mynd: Aðsend

Hátíðin er sérstaklega hönnuð fyrir fjölskyldur og býður upp á fjölbreytta og líflega dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Dagskráin í ár inniheldur meðal annars:

  • Brúðubíllinn með Lilla í fararbroddi
  • Tombólu með yfir 2.500 vinningum, vinningar á öllum miðum!
  • Kaffisala og heimabakað góðgæti í Blúndukaffinu
  • Markaður í félagsheimilinu
  • Taiko trommusmiðja með Halla Valla
  • Kynning á búnaði og tækjum frá Hjálparsveitinni Tintron
  • Klifurveggur fyrir ævintýragjarna gesti
  • Candyfloss, andlitsmálning, hópsöng og gleði fyrir börnin
  • Frítt í sund á meðan á hátíðinni stendur
  • Tjaldsvæði er á staðnum fyrir þá sem vilja dvelja yfir helgi

Hátíðin, sem fer fram að Borg í Grímsnesi, hefst klukkan 13.00 og stendur til kl. 16.00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Markaður
Mynd: Aðsend

„Við hvetjum gesti til að taka daginn frá og njóta sveitastemmningar, samveru og gleði með fjölskyldu og vinum. Grímsævintýrin á Borg hafa ávallt verið vettvangur samverustundar og jákvæðrar upplifunar – og það verður engin undantekning á því í ár,“ segir í tilkynningu frá Kvenfélagi Grímsneshrepps.

Nánari upplýsingar má nálgast á samfélagsmiðlum Kvenfélagsins og viðburðasíðum.

Nýjar fréttir