-3.9 C
Selfoss

Einhverfukaffi og útgáfuhóf

Vinsælast

Þann 15. ágúst næstkomandi klukkan 17:00 verður haldið Einhverfukaffi og útgáfuhóf í Sunnlenska Bókakaffinu á Selfossi. Svanhildur Svavarsdóttir, einhverfuráðgjafi frá Arizona, verður með innlegg og Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir mun segja frá reynslu sinni sem fullorðinn einhverfur einstaklingur. Svanhildur og Ingibjörg hafa gefið saman út bók sem fjallar um einhverfu og hvernig er hægt að ná árangri í lífinu þrátt fyrir að vera á einhverfurófi. Allir einhverfir einstaklingar, foreldrar einhverfra barna og aðrir aðstandendur eru innilega velkomnir. Bókin heitir The Importance of Autistic Leadership og er á ensku, en fyrirlestrar Svanhildar og Ingibjargar verða á íslensku. Allir eru velkomnir.

Nýjar fréttir