Glæsilegt Unglingalandsmót var haldið í blíðskaparveðri dagana 1.-3. ágúst á Egilsstöðum. Frjálsíþróttadeild Selfoss átti frábæra fulltrúa í frjálsíþróttahluta mótsins sem sópuðu til sín verðlaunum. Ísold Assa Guðmundsdóttir (18 ára) náði þeim glæsilega árangri að verða fjórfaldur landsmótsmeistari og Anna Metta Óskarsdóttir (15 ára) náði þeim frábæra árangri að verða þrefaldur landsmótsmeistari. Bryndís Embla Einarsdóttir (16-17 ára) vann það afrek í spjótkasti að setja nýtt mótsmet og verða um leið landsmótsmeistari.
11 ára flokkur: Ástdís Lilja Guðmundsdóttir náði silfurverðlaunum í 600 m hlaupi á tímanum 2:03,97 mín auk þess vann hún til silfurverðlauna í 4×100 m boðhlaupi ásamt þeim Ísold Eddu Steinþórsdóttur, Birtu Sif Gissurardóttur og Linda Björk Smáradóttir.
12 ára flokkur: Hilmir Dreki Guðmundsson vann til bronsverðlauna í langstökki þegar hann stökk 3,95m og í kúluvarpi er hann varpaði kúlunni 8,01m
13 ára flokkur: Sigríður Elva Jónsdóttir vann til bronsverðlauna í 100 m hlaupi á tímanum 14,03 sek og hún fékk silfurverðlaun í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,34m. Kristján Karl Gunnarssonkastaði spjótinu 32,73 og vann silfurverðlaun og félagi hans Andri Fannar Smárason vann bronsverðlaun í spjótinu með 29,16m.
14 ára flokkur: Ásta Kristín Ólafsdóttir varð landsmótsmeistari í spjótkasti er hún kastaði spjótinu 35,85m. Birkir Aron Ársælsson varð landsmótsmeistari í spjótkasti með 33,62m.
15 ára flokkur: Anna Metta Óskarsdóttir varð þrefaldur landsmótsmeistari. Hún sigraði í 200m hlaupi á tímanum 27,48 sek, hún sigraði í hástökki er hún vippaði sér yfir 1,52m og hún sigraði í þrístökki með 10,53m. Hún hlaut einnig silfurverðlaun með því að kasta spjótinu 32,20m. Adda Sóley Sæland varð tvöfaldur landsmótsmeistari. Hún sigraði í langstökki með 4,40m og í kúluvarpi með 10,00 m kasti. Kringlunni kastaði hún 29,31m og vann silfurverðlaun og að lokum vann hún bronsverðlaun í spjótkasti með 32,04m langt kast. Kári Sigurbjörn Tómasson vann silfurverðlaun í kringlukasti með 26,85m og í langstökki stökk hann 4,49m og vann til bronsverðlauna.
16-17 ára flokkur: Bryndís Embla Einarsdóttir varð landsmótsmeistari í spjótkasti með nýtt mótsmet er hún kastaði spjótinu 42,95m og auk þess vann hún silfurverðlaun í kúluvarpi með 11,72m langt kast. Hugrún Birna Hjaltadóttir vann silfurverðlaun í langstökki með 4,83m og einnig í 800m hlaupi er hún kom í mark á tímanum 2:46,46 mín. Arndís Eva Vigfúsdóttir kastaði kringlunni 31,23m og vann silfurverðlaun og í hástökkinu vippaði hún sér yfir 1,47m og hlaut bronsverðlaun. Kristján Kári Ólafsson varð landsmótsmeistari í kringlukasti er hann kastaði henni 44,80m. Hann kastaði kúlunni 14,99m og vann til silfurverðlauna og hann fékk einnig silfurverðlaun er hann kastaði spjótinu 35,15m.
18 ára flokkur: Ísold Assa Guðmundsdóttir varð fjórfaldur Landsmótsmeistari. Hún sigraði í 100 m hlaupi á tímanum 14,17 sek, í þrístökki með því að stökkva 9,43m, í hástökki með 1,52m og að lokum í kúluvarpi en hún varpaði kúlunni 9,37m. Auk þess hlaut hún silfurverðlaun bæði í kringlukasti er hún kastaði henni 23,42m og í spjótkasti með 24,71m langt kast. Daníel Smári Björnsson varð landsmótsmeistari í þrístökki með 11,68 m langt stökk. Hann vann einnig þrenn silfurverðlaun, í langstökki með 5,18m, í kúluvarpi með 9,18m og í spjótkasti með 27,84m.

