2.9 C
Selfoss

Fjallabaksleið syðri ófær vegna vatnavaxta

Vinsælast

Fjallabaksleið syðri (F210) er nú ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Um er að ræða leiðina um Mælifellsandi, frá Hólmsá að Mælifelli, og verður hún merkt sem ófær en ekki formlega lokuð með akstursbanni.

Sérstaklega hefur komið í ljós að minni jeppar, sem ekki eru ætlaðir fyrir erfiðar aðstæður, eiga í vandræðum á leiðinni – þó stærri bílar hafi einnig fest sig. Þar sem bílar eru að festast er ekkert farsímasamband og getur það skapað hættulegar aðstæður fyrir vegfarendur.

Vegfarendur eru hvattir til að virða lokunina og forðast að fara inn á svæðið, enda getur það verið hættulegt undir núverandi aðstæðum.

Nánari upplýsingar og stöðu fjallvega má finna á umferdin.is.

Nýjar fréttir