2.9 C
Selfoss

77 keppendur frá HSK á leið á Unglingalandsmót

Vinsælast

77 keppendur af sambandssvæði HSK eru á leið á Unglingalandsmótið sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Rúmlega þúsund þátttakendur á aldrinum 11 – 18 ára voru skráðir til leiks þegar lokað var fyrir skráningu í greinar á miðnætti á sunnudag.  Þátttakendurnir skráðu sig í 5.429 greinar, sem merkir að hver þátttakandi ætlar að taka þátt í mörgum mismunandi greinum.

Keppni hefst í golfi og krakkahreysti á fimmtudag. Mótið verður svo formlega sett á föstudagskvöld. Þeir sem skráðu sig undir merkjum HSK í skráningakerfinu eiga að mæta í bláum treyjum á setninguna sem þau fá að gjöf frá HSK.

Nánari upplýsingar um mótið má sjá www.umfi.is.

HSK

Nýjar fréttir