3.5 C
Selfoss

Stúlkurnar bikarmeistarar 15 ára og yngri

Vinsælast

Bikarkeppni 15 ára og yngri fór fram á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki sunnudaginn 6. júlí við fínar aðstæður. Stúlkurnar í HSK/Selfoss gerðu sér lítið fyrir og urðu bikarmeistarar í stúlknaflokki 15 ára og yngri. Þær tryggðu sér titilinn í síðustu grein dagsins, 1000 m boðhlaupi og var fögnuðurinn eftir því. Lið HSK/Selfoss lenti í 4. sæti í heildarstigakeppninni og var bara hársbreidd frá því að lenda í þriðja sæti þar sem munaði bara einu stigi á liðinu fyrir ofan. Börnin stóðu sig gríðalega vel, lögðu allt sitt í verkefnið og bættu sig í mörgum greinum.

Hæst ber árangur Önnu Mettu Óskarsdóttur sem var að bæta sig í báðum greinum sínum og setti mótsmet í langstökki stúlkna, stökk 5,42 m og sigraði það nokkuð örugglega. Árangurinn er jafnframt jöfnun á HSK meti Helgu Fjólu Erlendsdóttur í þremur aldursflokkum, 15 ára, 16.-17 ára og 18-19 ára. Í hástökki stökk hún 1,60 m og sigraði stúlknaflokkinn. Anna Metta var líka í boðhlaupssveitinni sem tryggði stúlkunum bikarmeistaratitilinn, en með henni í sveit voru þær Ásta Kristín Ólafsdóttir, Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir og Adda Sóley Sæland og hlupu þær á 2:35,79 mín.

Adda Sóley Sæland bætti sig líka í báðum sínum greinum, varð í öðru sæti í kringlukasti stúlkna þar sem hún kastaði 32,16 m og í 300 m hlaupi þar sem hún varð í þriðja sæti á tímanum 47,15 sek. Ásta Kristín Ólafsdóttir varð í þriðja sæti í báðum sínum greinum, með góða bætingu í kúluvarpi stúlkna þar sem hún kastaði 9,82 m og svo í spjótkast stúlkna þar sem hún kastaði 34,17 m. Magnús Tryggvi Birgisson varð þriðji í kringlukasti pilta, en kringlan sveif 35,05 m.

HSK

Nýjar fréttir