2.9 C
Selfoss

Bráðabirgðabrú yfir Ölfusá hífð með stærsta krana landsins

Vinsælast

Bráðabirgðabrúin yfir Ölfusá, sem tengir saman Efri-Laugardælaeyju og varnargarð austan árinnar, var hífð á stöpla sína í byrjun júlí. Vegagerðin hefur birt myndband af aðgerðinni sem gekk snurðulaust fyrir sig. Hífingin sjálf tók aðeins um 20 mínútur og fór fram með stærsta krana landsins.

Í myndbandinu ræðir Óskar Örn Vilbergsson hjá ÞG verki um verkefnið, en hann segir brúna vega á bilinu 45 til 46 tonn, eftir að hafa verið léttuð eins og kostur er. Það var fyrirtækið DS lausnir sem annaðist hífinguna með 400 tonnmetra krana, og samkvæmt Óskari var það tæpt, en dugði þó til.

Brúin gegnir lykilhlutverki í áframhaldandi framkvæmdum við nýju Ölfusárbrúna og þjónar allri vinnuumferð út í eyjuna. Þar verður unnið að undirbúningi og smíði aðalundirstaða fyrir hina nýju brú, sem á að verða 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turn í eyjunni.

Áætluð verklok eru haustið 2028.

Nýjar fréttir