2.9 C
Selfoss

Björgvin ráðinn fjármálastjóri Bláskógabyggðar

Vinsælast

Breytingar á skipuriti Bláskógabyggðar tóku gildi þann 26. júní síðastliðinn og í kjölfarið var auglýst eftir fjármálastjóra fyrir sveitarfélagið. Alls bárust fimm umsóknir um starfið og hefur nú verið ákveðið að ráða Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðing í stöðuna.

Björgvin hefur víðtæka reynslu á sviði fjármála og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá KPMG bæði á Selfossi og í Reykjavík. Þar hafa verkefni hans einkum snúið að reikningsskilum, gerð ársreikninga, fjárhagsáætlanagerð og annarri ráðgjöf við sveitarfélög.

Nýjar fréttir