Um helgina fór hjólreiðakeppnin The Rift fram í sjötta sinn í mögnuðu eldfjallalandslagi Suðurlands. Um það bil 1.000 þátttakendur tóku þátt í viðburðinum og þar af komu yfir 90% erlendis frá, sem staðfestir orðspor The Rift sem einnar af þekktustu og eftirsóttustu hjólreiðakeppnum á malarvegi í Evrópu.
Keppendum buðust tvær vegalendir: 140 og 200 km. Hjólað var yfir grófar hraunbreiður, jökulár og stórbrotnar hálendissléttur. Aðstæður voru bæði krefjandi og hrífandi, og íslenskt veðurfar gaf keppninni enn meira ævintýraívaf.
Í 200 km flokki karla í atvinnu/afrekshópi sigraði Daninn Magnus Bak Klaris í annað skipti í röð. Tiago Ferreira frá Portúgal endaði annað árið í röð í öðru sæti og í þriðja sæti lenti Petr Vacok frá Tékklandi.
Í kvennaflokki 200 km atvinnu/afrekshóps var hörð barátta, en fyrsta sætið féll í skaut Þjóðverjans Rosa Klöser. Í öðru sæti var sigurvegarinn frá í fyrra, Geerike Schreurs frá Hollandi, og í því þriðja Morgan Aguirre frá Girona á Spáni.
The Rift hafði upp á margt annað að bjóða um helgina en keppnina sjálfa. Til að mynda félagslega hjólaferð Café dy Cycliste á föstudeginum, eftirpartý Panaracer á laugardeginum og afslappaðan sundlaugarhitting á sunnudeginum í boði SRAM.
Viðburðurinn er skipulagður af íslenska hjólamerkinu Lauf Cycles með stuðningi frá alþjóðlegum samstarfsaðilum á borð við Café du Cycliste, SRAM, Panaracer og Neversecond.










