5.5 C
Selfoss

Gosmóða víða á Suðurlandi

Vinsælast

Eldvirkni á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram af krafti og eru enn tveir gígar virkir. Nóttin hefur verið viðburðalítil að öðru leyti, en í morgunsárið mældist gasmengun og gosmóða á suðvesturhorninu.

Brennisteinsdíoxíð (SO₂) mælist nú í óhollu magni fyrir viðkvæma einstaklinga bæði á Höfuðborgarsvæðinu og Akranesi, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis- og orkustofnun.
Spáð er auknum vindi síðdegis og gæti hann dregið úr mengun bæði frá gosmóðu og brennisteinsdíoxíði.

Á vefnum loftgaedi.is eru eftirfarandi viðbrögð ráðlögð:

  • Fylgist með loftgæðum.
  •  Dragið úr áreynslu utandyra ef einkenni gera vart við sig.
  • Ung börn ættu ekki að sofa úti í vagni.
  • Eldri börn ættu að halda sig innandyra og forðast álag.
  • Loftræstingu ætti að slökkva á, ef mögulegt er.
Mynd: Dagskráin/BRV
Gósmóðan fer ekki á milli mála þegar horft er til fjalla. Mynd: Dagskráin/BRV

Nýjar fréttir