2.9 C
Selfoss

Þrír fulltrúar frá Sleipni á heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum

Vinsælast

Hestamannafélagið Sleipnir á þrjá fulltrúa í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum sem munu keppa á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Sviss dagana 4.-10. ágúst.

Védís Huld Sigurðardóttir keppir í ungmennaflokki í fjórgangi og tölti á Ísaki frá Þjórsárbakka en þau urðu Íslandsmeistarar í þessum báðum greinum á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti.

Glódís Rún Sigurðardóttir keppir nú í fullorðinsflokki á Snillingi frá Íbishóli í fimmgangi en hún er ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi ungmenna og verður gaman að sjá hana keppa þar meðal fullorðinna.

Sigursteinn Sumarliðason keppir í 250 m og 100 m skeiði á Krókusi frá Dalbæ. En þeir hafa fagnað góðum árangri hér heima í þessum greinum.

„Við hjá Sleipni erum virkilega stolt af þessum knöpum og það verður spennandi að fylgjast með þeim á stóra sviðinu í Sviss,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Nýjar fréttir