2.9 C
Selfoss

Moskvít gefur út sína fyrstu ábreiðu

Vinsælast

Hljómsveitin Moskvít hefur gefið út sína fyrstu ábreiðu. Það er lagið Týnda kynslóðin eftir Bjartmar Guðlaugsson sem fékk að fara í gegnum Moskvít-vélina.

„Við tókum það upp live, saman í einni töku, til að fanga hráa orku og nærveru – og við erum ótrúlega spenntir að deila útkomunni með ykkur! Þetta er virðingarfull tilraun til að setja okkar svip á þetta sterka og tímalausa lag – og við erum forvitin að heyra hvað ykkur finnst. Við vonum að ykkur líki það eins vel og okkur líkaði að vinna í því,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.

Lagið er komið inn á allar streymisveitur.

Nýjar fréttir