3.5 C
Selfoss

Fyrsta til að vinna til verðlauna í áhaldafimleikum á heimsbikarmóti

Vinsælast

Selfyssingurinn Hildur Maja Guðmundsdóttir sótti sér silfurverðlaun á heimsbikarmóti í Tashkent í Uzbekistan sem fram fór um liðna helgi. Hún er fyrst allra íslenskra kvenna til þess að vinna til verðlauna á heimsbikarmóti (World Challenge Cup) í áhaldafimleikum og skrifar sig þar með í sögubækurnar.

Á vef fimleikasambands Íslands segir að Hildur hafi mætt einbeitt til keppni og með það markmið að næla sér í verðlaun á gólfinu, en hún átti góða möguleika eftir frábærar æfingar í undankeppninni. Hildur bætti sig frá undanúrslitum með frábærri gólfæfingu og skilaði það henni 12.250 stigum og silfurverðlaunum.

Hildur keppti einnig til úrslita á tvíslá, þar sem hún keppti meðal annars við Ólympíumeistara greinarinnar. Hildur framkvæmdi öruggar æfingar, hækkaði sig um 0,150 stig á milli daga og hafnaði í 8. sæti.

Nýjar fréttir