8.8 C
Selfoss
Home Fréttir Skjálftarhrina norðaustur af Selfossi

Skjálftarhrina norðaustur af Selfossi

0
Skjálftarhrina norðaustur af Selfossi

Laust fyrir klukkan tíu í kvöld fannst snarpur jarðskjálfti á Suðurlandi. Stærð skjálftans samkvæmt mælum Veðurstofunnar var 3,4. Annar svipaður skjálfti kom rétt eftir klukkan tíu. Upptök skjálftans eru um 7 km austnorðaustur af Selfossi. Skjálftarnrir fundust víða á Suðurlandi en þó aðallega á Selfossi. Nokkrir smætti skjálftar hafa verið á svæðinu í dag.

Á mbl.is kemur fram, að sögn nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, að skjálfta­hrin­an sé ekki á gossvæði. Þetta sé á Suður­lands­skjálfta­belt­inu sem í raun sé sama belti og hrökk þegar stóru skjálft­arn­ir 2008 komu. Þar segir einnig að spennu­los­un eigi sér stað á því svæði núna og að bú­ast megi við því að hrin­an haldi eitt­hvað áfram eins og staðan sé núna. Erfitt sé að segja ná­kvæm­lega til um hvað ger­ist. Hrin­an gæti þess vegna dáið út eft­ir ein­hverja klukku­tíma. Ekki sé hægt að segja til um hvort von er á stærri skjálft­um á svæðinu á næst­unni.