7.3 C
Selfoss
Home Fréttir Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars

Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars

0
Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars
Selfosskirkja.

Landsmót ÆSKÞ (Æsku­lýðs­samband Þjóð­kirkj­unnar) fer fram á Selfossi 20.–22. október. Yfirskrift mótsins í ár: (ó)nýtt landsmót – minnir okkur á það að hver hlutur og hugmynd er auðlind. Það sem er ónýtt í augum eins, er nýtt í huga annars. Að endurnýta hluti sem og hugmyndir er til þess fallið að auka verðmæti og á sama tíma sýna virðingu. Ef við sækjumst alltaf bara eftir ein­hverju nýju skiljum við aldrei fullkomlega auðinn sem býr í hverjum hlut og því síður það kraftaverk sem jörðin okkar er.

Dagskráin er þéttskipuð; sundlaugarpartý, kvöldvökur, helgi­stundir, fræðsla, vinnuhóp­ar í tenglsum við þemað, rat­leik­ur um bæinn, hæfileika­keppni, DJ Egill Spegill og Hr. Hnetu­smjör sjá um ballið. Loka­punkt­ur landsmóts er messa í Sel­foss­kirkju en þar mun sr. Ninna Sif Svavarsdóttir þjóna og Krist­ján Valur Ingólfsson prédika.