5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Mannlífið á sólardegi

Mannlífið á sólardegi

0
Mannlífið á sólardegi

Ferðafólk frá Korsiku

„Er alltaf svona heitt hérna?“ spurði ferðafólkið sem sat fyrir utan veitingarstað á Selfossi í dag. Luciani Anne Marie stjórnmálamaður og Paganelli Norbert ljóðskáld, koma frá Frönsku eyjunni Korsiku. Þau hafa keyrt um nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnesin síðustu daga og skoðað meðal annars Bláa Lónið. Í dag var stefnan tekin á Suðurland og er ætlunin að fara Gullna hringinn. Þau eru ánægð með ferðina og vona að veðrið haldist óbreytt.

Luciani Anne Marie og Paganelli Norbert frá eyjunni Korsiku, ánægð með hlýindin. Mynd: Helena.

Í unglingavinnunni

Vinnufélagarnir Díana, Sara Lind, Sigrún, Sigríður og Zara Björk starfa við það í sumar að snyrta blómabeð og illgresi af gangstéttum, en þar sem veðrið er einstaklega gott í dag hefðu þær alveg getað hugsað sér að slaka á og fá sér ís.

Þær Díana, Sara Lind, Sigríður, Sigrún og Zara Björk fegra miðbæ Selfoss.

Ís-pása

Hópur barna af höfuðborgarsvæðinu sem voru á ferð um Selfoss í dag, hafði stoppað á Skalla til að fá sér ís. Þau voru í skemmtiferð með ömmu sinni, henni Margréti Steingrímsdóttur frá Sauðárkróki. En margt skemmtilegt er hægt að gera á Suðurlandi.

-hs.

Jón Páll, Leifur, Marel Haukur, Lára Lív, Ragnar, Stefán Valur og Margrét Rós fá sér ís á Skalla.