11.7 C
Selfoss

Vinátta í Vallaskóla – Baráttudagur gegn einelti

Vinsælast

Í gær, 8. Nóvember, var baráttudagur gegn einelti haldinn í Vallaskóla.

Starfsmenn skólans og nemendur heiðra Forvarnadag Olweusar.

Dagurinn byrjaði hjá flestum nemendum á bekkjarfundi þar sem nemendur fengu tækifæri í öruggu umhverfi að tjá sig. Á bekkjarfundum er lögð áhersla á samskipti, framkomu, hegðun , virðingu og víðsýni. Einnig eru þetta kjörnir fundir til að ræða þætti sem eru ofarlega á baugi, uppákomur og fleira. Græni liturinn, þemalitur dagsins var svo litur verndarans í Olweusarstefnunni

Nemendur og starfsfólk skólans kom svo saman í íþróttasal þar sem starfsmannalhjómsveitin Í grænum fötumspilaði og áhorfendaskarinn söng með af mikilli innlifun og krafti.

Í tilkynningu frá skólanum var dagurinn frábærlega vel heppnaður og einkenndist af samkennd, velvilja og vináttu.

Nýjar fréttir