1.7 C
Selfoss

Stefán ætlar ekki að þiggja sæti hjá Framsókn

Undanfarnar vikur hafa verið mér mjög kærar og jafnframt lærdómsríkar, en þann 27. janúar sl. tilkynnti ég um þátttöku mína í prófkjöri flokksins sem halda átti 12. mars.

Eftir nokkra umhugsun hef ég tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista Framsóknarflokksins í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.

Á minni vegferð hefur mér hlotnast sá heiður að kynnast ótrúlega flottu og skemmtilegu fólki sem allt hefur það sameiginlegt að brenna fyrir hagsmunum samfélagsins, með samvinnuhugsjón að leiðarljósi og vill gera gott samfélag enn betra.

Ég ótrúlega þakklátur þeim sem studdu við mig í þessu ferli og hvöttu mig til að taka slaginn. Það er ómetanlegt að upplifa á eigin skinni þegar fólk hefur fulla trú á manni og veitir manni svo mikinn stuðning. Ég vil sérstaklega þakka fyrir öll samtölin, erindin, póstana og símtölin sem ég hef átt við íbúa Árborgar á undanförum misserum. Þessi vegferð hefur gefið mér ómetanlega sýn á samfélagið sem okkur öllum þykir svo vænt um.

Framsóknarflokkurinn mun á næstu dögum kynna sinn framboðslista í Árborg og vil ég óska því fólki sem mun mynda þann lista, velfarnaðar og alls hið besta í komandi kosningarbaráttu.

Tilkynning frá Stefáni Gunnari Stefánssyni

Nýjar fréttir