6.1 C
Selfoss

Jarðgerðarnámskeið í Alviðru

Vinsælast

Góð flokkun er forsenda hringrásarhagkerfisins og jarðvegurinn er undirstaða lífs á jörðinni. Jarðgerð er einfaldari en þú heldur. Og hún er auðlind sem opnar nýja möguleika í ræktun.
Jarðgerðafélagið býður upp leið sem nýtur vaxandi vinsælda; hún er skilvirk, lyktarlaus og skilar af sér betri jarðvegi en þekkist með öðrum aðferðum. Þess vegna höfum við boðið Björk Brynjarsdóttur frá Jarðgerðarfélaginu til segja frá aðferðinni, sem er ættuð frá Japan.
Björk verður í Hlöðunni í Alviðru með Tryggva Felixsyni formanni Landverndar, sem í upphafi námskeiðsins mun fjalla almennt um hringrásahagkerfið. Við munum einnig bjóða upp á á æfingu í að flokka úrgang. Börnin eru hjartanlega velkomin og geta skottast um í sveitasælunni og notið frelsisins ef þau hafa ekki áhuga á jarðgerð foreldra sinna eða afa og ömmu.

Jarðgerð er einfaldari en flestir halda og afurðirnar opna nýja möguleika í ræktun. Aðferðin sem kennd er nýtur vaxandi vinsælda; hún er skilvirk, lyktarlaus og skilar af sér betri jarðvegi en þekkist með öðrum aðferðum. Á námskeiðinu er það Björk Brynjarsdóttur frá Jarðgerðarfélaginu sem segir frá aðferðinni, sem er ættuð frá Japan.  Nánari upplýsingar um viðburðinn má fá hér.

 

 

 

Nýjar fréttir