2.3 C
Selfoss

Fatamarkaður í Tryggvaskála

Vinsælast

Glæsilegur fatamarkaður er nú í Tryggvaskála. Verið er að selja vönduð, notuð föt. DFS.is leit við og kíkti á markaðinn og spjölluðum við Ástu Hjördísi Valdimarsdóttur. Aðspurð hver hugmyndin á bakvið markaðinn var segir Ásta hlæjandi: „Allt of mikið af fötum inni í skáp. Ég held að við eigum það margar sameiginlegt að eiga fullt af fötum og sumum þeirra jafnvel ónotuðum inni í skáp. Ég ákvað því að hóa saman nokkrum konum og þetta er win win fyrir alla. VIð losum úr skápunum og fólk getur gert góð kaup.“ Ásta segir að lagt hafi verið upp úr því að fatnaðurinn væri vandaður og í góðu lagi. Hún segir af eftirspurninni að dæma sé öruggt mál að þetta verði aftur. Opið er til 21 í kvöld og 12 til 18 á föstudag.

Þeim sem vilja kynna sér viðburðinn eða mæta geta kíkt á hann hér

Nýjar fréttir