5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Apinn Bongó kominn til Hveragerðis að nýju

Apinn Bongó kominn til Hveragerðis að nýju

0
Apinn Bongó kominn til Hveragerðis að nýju
Apinn Bongó kominn til Hveragerðis að nýju.

Apinn Bongó eða Jobbi eins og hann var líka kallaður var fluttur til landsins árið 1958 af söngkonunni Ellý Vilhjálms. Upp úr árinu 1960 eignaðist apinn svo annað heimili í blómaskála Paul Michelsen í Hveragerði. Ellý færði þeim hjónum Paul og Sigríði Michelsen apann að gjöf. Eftir að ævi apans var lokið var hann stoppaður upp.

Í dag er apinn í eigu Menntaskólans á Laugarvatni sem fékk apann þegar skólanum var afhent Íslenska dýrasafnið þegar það var lagt niður. ML og Hveragerðisbær hafa nú gert með sér samkomulag um að apinn verði varðveittur af Hveragerðisbæ þó hann verði áfram í eigu skólans. Bæjarstjórnin fagnar komu apans í Hveragerði og þakkar þá velvild ML að bjóða bæjarfélaginu apann til varðveislu.