6.1 C
Selfoss

Viðhorfskönnun um húsnæðismál í Rangárþingi eystra

Vinsælast

Íbúakönnun var framkvæmd í Rangárþingi eystra í sumar. Allir íbúar yfir 18 ára fengu sendan spurningarlista. „Markmið könnunarinnar var fyrst og fremst að skapa aðgengilega leið fyrir íbúa til að taka þátt í gerð áætlunarinnar og koma hugmyndum, upplifun og skoðunum sínum um núverandi og komandi húsnæðismál á framfæri,“ segir í inngangi skýrlsunnar.

Niðurstöður í könnuninni voru birtar á vef Rangárþings eystra fyrir skömmu. Fram kemur m.a. að langflestir þátttakendur telja að það ríki húsnæðiskortur í sveitarfélaginu bæði til kaups og leigu. Áberandi meirhluti þátttakenda í könnuninni taldi vanta litlar 2–3 herberja íbúðir af stærðinni 60–90 fm. Þá var fyrst og fremst verið að hugsa um íbúðir fyrir ungt fólk, pör sem eru að hefja búskap og eldra fólk sem vill minnka við sig. Jafnframt var lögð áhersla á að það þyrfti að huga að því að byggja blandaðar stærðir. Frekari niðurstöður má lesa í könnunninni, en hún er aðgengileg á vef sveitarfélagsins, hvolsvollur.is.

Nýjar fréttir