Hugarhlýja, nýtt heilsusetur í Hveragerði, opnaði formlega föstudaginn 12. desember og er staðsett á Austurmörk 7. Að baki staðnum stendur Svava Bjarnadóttir, reikimeistari, andlegur einkaþjálfari og menntaður sjúkraliði með sérnám á geðsviði. Hún hefur starfað með heildrænar lausnir í um þrjá áratugi og kennt andlegar aðferðir síðustu fimm árin.
Svava sem hefur haldið kyrrðar- og heilunarkvöld frá mars 2024 og hyggst halda því áfram í nýju húsnæðinu.
Í tilefni opnunar býður Hugarhlýja upp á fjölbreytta dagskrá næstu daga. Í þessari viku verður fyrirlestur um sorgina og hvernig hægt er að lifa með henni, auk heilunar með heilurum. Á morgun, þriðjudaginn 16. desember, verður Valgerður Bachman meðskyggnilýsingu, og fimmtudaginn 18. desember fer fram gamla góða kyrrðar- og heilunarkvöldið.
Hugarhlýja verður jafnframt vettvangur fyrir námskeið og fræðslu. Svava kennir bæði fullorðnum og börnum heilun og hugleiðslu, Svava er með Reiki heilunarnámskeið og auk þess býður hún upp á svokallaða þróunarhópa fyrir þá sem vilja efla andlegt næmi. Í húsnæðinu leigja einnig aðrir meðferðaraðilar aðstöðu fyrir slökunarmeðferðir og heilunaraðferðir af ýmsu tagi.

