3.5 C
Selfoss

Kjúklingur í Tikka masala

Vinsælast

Margrét Karlsdóttir er matgæðingur vikunnar.

Takk kærlega fyrir áskorunina elsku Bryndís. Ég ætla að deila hér með ykkur uppskrift að kjúkling í Tikka Masala-sósu sem er mjög vinsæll á mínu heimili.

Í hann þarf eftirfarandi:

4 stk. kjúklingabringur

2 tsk olía til steikingar

Salt og pipar

500 ml Patak’s tikka masala sósa

400 ml. kókosmjólk

1 stk. papríka

1 stk. laukur

Aðferð:

Skerið kjúklingabringur í bita og steikið á pönnu með olíu við meðalhita.

Kryddið með salti og pipar og steikið þar til bitarnir hafa brunast.

Skerið papríku og lauk og léttsteikið á pönnunni með kjúklingnum.

Bætið tikka masala sósu út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Kokosmjólkinni er hrært í rétt áður en rétturinn er borinn fram.

Best að bera fram með hristigrjónum, naanbrauði með smjöri og ferskum kóríander.


Ég vil skora á Sigurbjörgu Söru Sveinsdóttur í næsta matgæðing vikunnar.

Nýjar fréttir