Hin árlega sveitakeppni HSK í bridds var haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands 29. nóvember sl. og mættu 14 sveitir til leiks, sem allar hétu eitthvað og fæstar kenndar við félag eða heimahaga keppenda. Spilaðir voru 8 spila leikir með monrad fyrirkomulagi. Mótið taldi til silfurstiga og sjá má silfurstig keppenda á heimasíðu Bridgesambands Suðurlands.
Sjá heimasíðu:
Bridgesamband Suðurlands
Úrslit urðu þau að sveitin Félagar Bjössa Bónda varð HSK meistari með 103,01 stig. Í sigursveitinni voru þeir Björn Snorrason, Runólfur Jónsson, Guðmundur Þ Gunnarsson og Kristján Már Gunnarsson.
Gervigreind varð í öðru sæti með 89,43 stig og þar spiluðu Sigurður Jón Björgvinsson, Sveinn Ragnarsson, Hermann Friðriksson og Gunnlaugur Sævarsson.

Íslenskur Landbúnaður tók svo bronsið með 87,21 stig. Í sveitinni voru Höskuldur Gunnarsson, Þröstur Árnason, Helgi Hermannsson og Brynjólfur Gestsson.


