3.5 C
Selfoss

Berglind syngur jólalagið með Karlakór Selfoss

Vinsælast

Berglind Magnúsdóttir syngur lag Björgvins Þ. Valdimarssonar, Jólagjöfin í ár, á tvennum tónleikum Karlakórs Selfoss nú á aðventunni. Lagið er í úrslitum jólalagakeppni Rásar 2 en þar syngur Berglind lagið ásamt Karlakór Selfoss við undirleik Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Fyrri tónleikar Karlakórs Selfoss eru næstkomandi mánudagskvöld, 8. desember í Skálholtskirkju, og hefjast þeir klukkan 20 og seinni tónleikarnir eru í Selfosskirkju þriðjudagskvöldið 16. desember og hefjast einnig kl. 20. Auk umrædds lags sem sungið er af Berglindi með kórnum flytur kórinn hefðbundin jólalög úr ýmsum áttum.

Nýjar fréttir