Nýjasta jólalag Selfyssingsins Björgvins Þórs Valdimarssonar er komið í 5 laga úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2. Lagið heitir Jólagjöfin í ár! Lagið fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og allar vangavelturnar sem koma upp þegar velja á réttu jólagjöfina. Hægt er að kjósa lagið í appinu, Rúv Stjörnur.

Það eru margir Selfyssingar sem koma að þessu lagi en aðalsöngvari lagsins er Berglind Magnúsdóttir en hún býr á Selfossi. Það dugði ekkert minna en að fá Karlakór Selfoss og félaga úr Karlakór Reykjavíkur til að taka undir með henni. Svo eru það snillingarnir í Lúðrasveit Þorlákshafnar sem sjá um undirleikinn.
Það er búið að gera myndband við lagið en það er tekið upp í nýja miðbænum á Selfossi í jólabúningi. Myndbandið er tekið upp og unnið af Selfyssingnum Roari Aagestad. Stefán Örn Gunnlaugsson sá um upptökur og hljóðblöndun og Sigurdór Guðmundsson masteraði lagið. Lagið er einnig að finna á Spotify.
Sjá myndband:
Jólagjöfin í ár!
Jólagjöfin í ár!

