2.9 C
Selfoss

Glæsileg uppeskeruhátíð í Hliðskjálf

Vinsælast

Uppskeruhátíð yngri flokka hjá Sleipni fór fram 27. nóvember sl. í Hliðskjálf. Hátíðin heppnaðist vel í alla staði. Boðið var upp á mat og ýmsa leiki og var þátttakan góð.

Á hátíðinni voru veittar ýmsar viðurkenningar. Pollarnir fengu sérstakar viðurkenningar fyrir frábæran áhuga og árangur á árinu. Þá fengu knapar sem kepptu á Íslandsmeistaramótinu viðurkenningar fyrir afreksþátttöku og að auki voru veittar viðurkenningar til knapa sem luku Knapamerki 1.

Svölu Björk Hlynsdóttur var veitt viðurkenning fyrir knapa ársins 2025 í barnaflokki. Gabríela Máney Gunnarsdóttir, Kamilla Nótt Jónsdóttir og Sigrún Freyja Einarsdóttir voru tilnefnd ásamt Svölu í knapa ársins í barnaflokki.

Elsu Kristín Grétarsdóttur var veitt viðurkenning fyrir knapa ársins 2025 í unglingaflokki. Loftur Breki Hauksson, Vigdís Anna Hjaltadóttir og Viktor Óli Helgason voru öll tilnefnd ásamt Elsu í knapa ársins í unglingaflokki.

Nýjar fréttir