2.9 C
Selfoss

Bókakvöld á Klaustri

Vinsælast

Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri fékk til sín góða gesti nú á miðvikudagskvöldið 26. nóvember sl. sem annars vegar voru rithöfundar sem kynntu nýútkomnar bækur sínar og hins vegar áheyrendur sem komu og hlýddu á skemmtilega upplestra.

Lilja Magnúsdóttir las upp úr skáldsögu sinni Feluleikir.

Guðjón Ragnar Jónasson fór mikinn í kynningu á Söguþáttum landpóstanna.

Að lokum voru það Hjalti Jón Sveinsson og Hermann Árnason með bókina Frelsi í faxins hvin – riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni, sem kynntu hana af fagmennsku og gleði.

Þetta var skemmtileg kvöldstund þar sem léttleiki og tilfinningar spiluðu saman.

Eftir upplesturinn var hægt að höndla áritaðar bækur og spjalla og njóta stundarinnar yfir kaffibolla.

Lilja Magnúsdóttir komst svo að orði í ummælum um bókakostinn:

„Sögur landpóstanna kölluðu á hestamanninn Hermann að ríða vötnin og aðalpersónan í Feluleikjum á föður sem brúaði vötnin á meðan hún þroskaðist í móðurkviði og svo óku þau feðginin yfir Núpsvötnin á græna Broncónum. Ólíkar bækur en þó allar um fólk á ferð og íslenskan veruleika – sannan og loginn.“

Bækurnar eiga það sameiginlegt að sögusviðið er að hluta til í Skaftárhreppi hvort sem þær eru skáldsögur eða gerast í raunveruleikanum.

Að lokum þökkum við öllum sem mættu og eða aðstoðuðu á einn eða annan hátt.

Nýjar fréttir