2.9 C
Selfoss

Jeppar í lífi þjóðar!

Vinsælast

Út er komin hjá Forlaginu bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson, en hún bregður lifandi ljósi á þennan merkilega en lítt kannaða kafla íslenskrar samgöngusögu í máli en þó aðallega 600 einstæðum ljósmyndum. Bókin er 280 blaðsíður að lengd og er henni skipt upp í níu kafla, sem helgaðir eru helstu jeppategundum síðustu aldar, torfærukeppnum og fjallaferðum. Byrjað er á herjeppum og Willys-jeppum, en síðan koma kaflar um Land Rover, Rússajeppa, Bronco og japönsku jeppanna. Sérstakur kafli er helgaður sjaldséðari tegundum eins og Austin Gipsy, Scout og Lapplander. Víða var leitað fanga við efnisöflun, meðal annars í hinu einstaka ljósmyndasafni Héraðsskjalasafns Árnesinga á Selfossi, en þar leynast margar perlur eftir sunnlenska ljósmyndara, meðal annars Tómas Jónsson og Ottó Eyfjörð. Er mikill fengur að slíkum söfnum fyrir þá sem vinna að ritun bóka um íslenskt þjóðlíf.

Jeppar í lífi þjóðar
Síðla vetrar 1966 lögðu nokkrir jeppamenn frá Selfossi í leiðangur austur fyrir Lómagnúp á helstu jeppategundum þess tíma. Frá vinstri: Austin Gipsy, Ford Bronco, GAZ-69 Rússajeppi og Land Rover.
Hirðljósmyndi Morgunblaðsins í Rangárvallasýslu var Ottó Eyfjörð sem ferðaðist víða á Bronco-jeppa og festi sunnlenskar sveitir á filmu. Hér er hann við Ásólfsskála undir Eyjafjöllum þar sem falleg mynd náðist af heimilisfólkinu.
Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri á Hellu hefur lengi verið mikill áhugamaður um Rússajeppa og á enn sinn gamla af árgerð 1957 sem hann gerði upp af miklum myndarbrag.
Willys-jeppinn nýttist bændum vel við bústörfin, ekki í síst í heyskap, líkt og hér á bænum Þjótanda í Villingaholtshreppi.

Nýjar fréttir