2.9 C
Selfoss

Miðbær Selfoss klæðir sig í jólabúninginn

Vinsælast

Einstök jólastemning tekur yfir töfrandi miðbæ Selfoss í dag, 20. nóvember, þegar hátíðar ljósin verða tendruð og jólatónar fylla svæðið.
Gestir verða boðnir velkomnir með hlýjum hljómum, því jólatónlist ómar um allan miðbæinn frá kl. 17:30.
Barna- og unglingakór Selfosskirkju stígur á svið og syngur upp jólaandann áður en formaður bæjarráðs flytur ávarp.
Að því loknu verður kveikt á jólatré Selfoss, sem markar upphaf jóla dagskrárinnar í miðbænum líkt og góð hefð hefur skapast fyrir.

Verslanir og veitingastaðir hafa opið til kl. 21:00 og taka fagnandi á móti gestum sem vilja njóta jólastemningar, kaupa fyrstu jólagjafirnar eða skella sér í heitan drykk. Þetta verður kvöld fullt af ljóma, tónlist og góðum anda.

Dagskrá kvöldsins:

17:30 – Klingjandi jólalög
17:45 – Barna og unglingakór Selfosskirkju
17:55 – Ávarp frá formanni bæjarráðs
18:00 – Kveikt á Jólatré Selfoss
18 – 21 Jólaljósakvöld í miðbæ Selfoss

Nýjar fréttir