2.9 C
Selfoss

Ókeypis í bílastæðahúsi Miðbæjar Selfoss fyrstu tvo tímana

Vinsælast

Fyrstu tvær klukkustundirnar í bílastæðahúsinu í miðbæ Selfoss verða ókeypis, frá og með þessari viku. Þetta staðfestir Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags. „Þessi breyting tók gildi rétt í þessu og nú kostar ekkert að leggja í miðbænum fyrstu tvo tímana. Gjaldskyldan hefst svo eftir tvær klukkustundir,“ segir Vignir.

Bílastæðahúsið var opnað fyrir rúmlega ári síðan og var tekin upp gjaldskylda fljótlega í kjölfarið á opnun þess. Síðustu mánuði hafa þó heyrst áhyggjuraddir frá íbúum og fyrirtækjum í miðbænum, og er þessi ákvörðun tekin í kjölfar gagna og greiningar síðustu tólf mánaða.

„Við hófum gjaldskyldu með þeim skilaboðum að við myndum sjá hvernig viðtökurnar yrðu, sérstaklega á meðal heimafólks á á Selfossi, og við myndum aðlaga eins og þyrfti. Á þessu ári höfum við ekki farið varhluta af óánægju röddum á meðal íbúa. Við höfum hlustað og eftir að hafa rýnt í gögnin og lagt mat á þessa reynslu síðustu 12 mánuði og er nú komin sú breyting að bílastæðin verði ókeypis í tvær klukkustundir,“ segir Vignir Guðjónsson hjá Landsbyggð.

Hann bætir við að þessi breyting sé hugsuð til að styðja við verslun og þjónustu í miðbænum. „Nú er talsverð umræða um mikilvægi þess að fólk versli í heimabyggð og það eru sannarlega raunin. Verslanir og veitingastaðir virka ekki nema viðskiptavinir mæti á staðinn. Við vonum að þessi breyting skapi enn meiri hvata til þess að mæta í miðbæinn, njóti og versla heima,“ segir Vignir.

Nýjar fréttir