Næsta miðvikudagskvöld, 26. nóvember 2025, mun Lilja lesa upp úr bókinni á Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri þar sem verða fleiri góðir gesti með nýjar bækur.
Feluleikir er fjórða bók Lilju Magnúsdóttur sem hefur lengi búið á Kirkjubæjarklaustri og verið þar kennari og kynningarfulltrúi.

„Það er svo mikil einlægni á fjöllum“ er undirtitill bókarinnar og er þar vitnað í orð aðalpersónunnar Örnu. Arna er með manni sem er sjarmerandi á allan hátt. Hann er kvikmyndaleikstjóri og er mikið á fjöllum og Arna er logandi hrædd um að hann eigi vingott við einhverjar þeirra ungu kvenna sem fylgja honum um landið. Arna er að skrifa handrit að mynd um Skaftáreldana og situr við það ein í húsi í Fljótshverfi. Þá er bankað og henni bornar þær fréttir að kvikmyndaleikstjórinn hafi verið handtekinn. Hópur fólks hafði farið að Kárahnjúkum að mynda á framkvæmdasvæðinu og eina nóttina finnst konan meðvitundarlaus.
Fjölskylda og vinir Örnu standa með henni en spyrja jafnframt hvort hún ætli virkilega að vera með svona manni?
Arna á flókna fjölskyldu og þekkir lítið föður sinn sem er alinn upp í Öræfum og þar á hún ömmu sem veit lengra en nef hennar nær og þann hæfileika virðist Arna hafa erft og kemur að góðum notum við að leysa gátuna um hvað gerðist á Fljótsdalsheiðinni. En það er fleira sem er falið í fjölskyldu Örnu en hana grunaði.

