Laugardaginn 15.nóvember fór fram uppskeruhátíð Sleipnis í félagsheimilinu Hliðskjálf.
Védís Huldar Sigurðardóttir fór heim klifjuð verðlaunum. Védís Huld var valin knapi ársins í ungmennaflokki ásamt því að hún átti besta tíma Sleipnisfélaga í 150 m skeiði.
Védís Huld keppti á fjölda móta í ár með framúrskarandi árangri. Upp úr stendur tvöfaldur Íslandsmeistaratitill í fjórgangi og tölti ungmenna og
tvöfaldur heimsmeistaratitill í fjórgangi og tölti ungmenna á Ísaki frá Þjórsárbakka.
Sleipnir veitti jafnframt Védísi Huld viðurkenningar fyrir Íslands- og heimsmeistaratitla.

