Hafin er nú jarðvinna vegna nýrri byggingu á leikskóla á Hellu. Búið er að girða af vinnusvæðið þar sem byggingin mun rísa og hefst vinna við grunn hússins á næstu dögum.
Uppbygging á skólasvæðinu á Hellu hefur verið umfangsmikil síðustu ár. Brátt verður lokið við stækkun grunnskólans og nýr gervigrasvöllur í fullri stærð var tekinn í notkun nýverið.
Mikil eftirvænting ríkir varðandi nýja leikskólann, sem er hannaður í samræmi við nýbyggingu grunnskólans. Hann mun taka á móti vaxandi barnahóp í sveitarfélaginu, sem fylgir stöðugri fólksfjölgun á svæðinu.
Mikil umferð stórra vinnuvéla er inn og út af svæðinu og eru íbúar beðnir um að sýna aðgát í nágrenni þess. Þá er sérstaklega brýnt fyrir foreldrum og forráðamönnum að minna börn á að fara alls ekki inn á vinnusvæðið.


