Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur af dómsmálaráðherra verið tímabundið skipaður í embætti ríkislögreglustjóra eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir óskaði eftir því að láta af embættinu.
Grímur hóf störf hjá lögreglunni 1996 og hefur verið lögreglustjóri á Suðurlandi síðan árið 2022.
Í samtali við mbl.is segist Grímur fara í starfið með jákvæðum hug og hlakki til að takast á við verkefnin fram undan.

