Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings á Suðurlandi síðar í dag.
Gera má ráð fyrir talsverðum samgöngutruflunum og erfiðri færð, sérstaklega þegar líður á daginn og fram á kvöld.
Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, tryggja öryggi á ferðum og leggja fyrr af stað heim ef ferðast þarf yfir Hellisheiði þar sem snjókoman gæti aukist hratt síðdegis.

