Gudda Creative heldur útgáfugleði á barnabókum sínum í verslun Forlagsins, Fiskislóð 39, 101 Reykjavík, 25. október 2025, kl. 14
Þar verður líka haldið upp á fimm ára útgáfuafmæli. Gudda Creative hefur skapað sér sérstöðu á íslenskum bókamarkaði með því að prenta allar íslensku bækurnar sínar á Íslandi.
Það er því miður orðið fátítt að íslensk bókaforlög prenti bækur sínar hjá íslenskum prentsmiðjum.
Það var stefna Guðnýjar Önnu eiganda Guddu Creative frá fyrsta degi að einbeita sér að íslenskri prentun bókanna. Með því vildi hún viðhalda langri hefð prentunar og fagþekkingar bókaútgáfu á Íslandi.
Það voru ekki glæsilegir tímar í heiminum þegar fyrsta barnabókin kom út í október 2020, sem heitir „Lindís strýkur úr leikskólanum“. Því það geysaði heimsfaraldur Covid19. Þannig að það var farið út í óvissu varðandi sölu og markaðsmál.
Sem betur fer var bókinni vel tekið og síðan hefur Prentmet Oddi prentað fyrir Guddu Creative 20 barnabækur til viðbótar. Bækurnar fjalla um börn í íslensku samfélagi í þeirra daglega lífi og þeim ævintýrum sem þau upplifa.
Hér koma nýjustu bækurnar frá Guddu Creative





