2.9 C
Selfoss

Sjúklega safaríkt sunnlenskt shakshuka

Vinsælast

Freyja Katra Erlingsdóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Ég þakka félaga Orra fyrir að senda til mín áskorun um eitthvað frumlegt og framandi, og það er tilvalið að leggja fram uppáhaldsréttinn minn frá Túnis og Mið-Austurlöndum. Þessi uppskrift er tilvalin fyrir 2-3.

Innihald

  • 2 dósir skornir tómatar
  • 1 stk. rauð paprika, sökuð
  • Heill laukur, saxaður
  • Heill hvítlaukur, saxaður
  • Ca. 1 kúfull msk. kryddblanda af Kumen, papriku og hvítlauksdufti með Cayenne eða Chili dufti, EDA Harissa krydd ef til er.
  • 2-3 egg á mann
  • 2 msk. ólífuolía
  • Salt, eftir smekk

Krydd skal malið í mortéli eða kryddblöndunarvél. Saxið grænmeti og steikið upp úr ólífuolíu í pönnu þar til mjúkt. Blandið kryddi við. Hellið tómötum út í og látið krauma í 10-20 mín. þar til þykkist. Lækkið hitann í létt kraum og búið til litlar holur með því að þrýsta á sleif eða skeið. Brjótið eitt egg í hverja holu, setjið lok á pönnuna og leyfið gufunni að elda eggin í 5-8 mínútur. Takið pönnuna af þegar hvítan hefur sest. Toppið með þurrkaðri steinselju eða meira kryddi. Bera má fram eins og er eða með ristuðu brauði eða pítubrauði.

Shakshuka er pallur sem á má stilla hvað annað sem er, hvort sem það er grillað beikon, sólþurrkaðir tómatar, pylsubitar, bernaisesósa eða fetaostur, bara eftir því sem til er á heimilinu og lyst er til. Ég hvet alla sanna matgæðinga að finna það sem þeim hentar, eða bara hafa það hreint eins og er.

 


Nú sparka ég bolta til félaga míns Gunnars Freys Barkarsonar sem eflaust tryllir og heillar okkur öll með sínu skemmtilega innleggi.

Nýjar fréttir