3.5 C
Selfoss

Slökkvistarf enn í fullum gangi

Vinsælast

Brunavarnir Árnessýslu vinna enn að slökkvistarfi eftir að eldur kom upp í stórum haug af timburkurli á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins í Hrísmýri á Selfossi í gær.

Slökkvilið var kallað út um klukkan tvö í gær og hefur verið á vettvangi samfellt síðan. Nýir liðsmenn tóku við slökkvistörfum í morgunsárið, en þeir sem voru að störfum yfir nóttina hafa nú fengið hvíld.

Eldurinn logar enn í hauginum, en töluverður reykur liggur yfir svæðinu og slökkvilið vinnur að því hörðum höndum að ná tökum á aðstæðum.

Búist er við að slökkvistarf haldi áfram eitthvað fram eftir degi.

Mynd: Dagskráin/BRV
Mynd: Dagskráin/BRV
Mynd: Dagskráin/BRV
Mynd: Dagskráin/BRV
Mynd: Dagskráin/BRV
Mynd: Dagskráin/BRV

Nýjar fréttir