-1.6 C
Selfoss

Langreyður í Skötubótinni

Vinsælast

Þann 27. október síðastliðinn rak stærðarinnar hval á land í Skötubótinni við golfvöllin í Þorlákshöfn. Um stærðarinnar skíðishval var að ræða. Margir lögðu leið sína til þess að skoða hann enda er sjaldan sem mögulegt að sjá svo stór dýr með berum augum. Fljótt hóf Hafrannsóknarstofnun rannsókn á hvalnum. Þá var hann meðal annars skorinn upp sem gerði sjónarspilið aðeins ófrýnilegra og loks hvarf hann.

Rannsókn Hafrannsóknarstofnunnar

Sverrir Daníel Halldórsson líffræðingur í hvalarannsóknum uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun gaf upplýsingar um rannsóknina. Í ljós kom að um væri að ræða langreyðartarf. Hann mældist 17,92 metra langur. Ekki var mögulegt að ákvarða neina dánarorök út frá sjáanlegum ummerkjum svo sem skrúfuförum eða netaförum og ekkert plast fannst í meltingunni. Tarfurinn var mjög mjór og virtist ekki í góðum holdum og engin fæða fannst í meltingu og gera má ráð fyrir að það tengist dánarorsökinni. Ekki er búið að vinna úr sýnum sem tekin voru úr meltingunni.

Hvað var gert við Langreyðina?

Langreyðurin er í raun ekki farin úr fjörunni því hún var urðuð í sandinum þar. Ef til vill hefði verið heppilegra að sökkva hvalnum í sjóinn þar sem að svo stór dýr geta fætt smádýr svo árum skiptir. Urðun var þó heppilegri valkostur fyrir sveitar-félagið Ölfus í þetta skipti þar sem að ströndin er grunn og erfitt er að koma viðeigandi búnaði að langreyðinni til að sökkva henni. Mjög ólíklegt er að urðun hvalsins hafi áhrif á lífríkið í fjörunni.

Áframhaldandi rannsóknir á hvölum sem reka á land eru mikilvægar þar sem þær geta varpað ljósi á áhrif manna á þessi mögnuðu dýr og dýpkað skilninginn á þeim.

Bjarni Már Stefánsson og
Kolbrún Rósa Gunnarsdóttir,
nemendur í FSu.

Random Image

Nýjar fréttir