2455

Miðvikudagur 27. júní 2018 11 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Þann 1. júlí næstkomandi verður sérstakur miðaldadagur í Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal kl. 11–16. Bærinn iðar af lífi, við fáum innsýn í daglegt líf á miðöldum á Íslandi. Silfursmiður smíðar hringi og galdraháls- men. Víkingar sýna vopnfimi sína og kenndir verða fornir leikir. Sama dag verður opið hús í nýjustu aflstöð Landsvirkjunar, Búrfellsstöð II, sem er skammt frá Þjóðveldisbænum. Þeir sem vilja líta þar við eru beðnir að skrá sig á landsvirkjun.is/skraning.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz