2455

12 Miðvikudagur 27. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Efni sendist á: selfoss@prentmet.is FIMLEIKAR Helgina 19.–20. maí sl. fór fram seinni hluti Íslandsmóts unglinga. Mótið fór fram á Egils­ stöðum. Selfoss sendi þangað stóran hóp keppenda eða níu lið. Stemningin á Egilsstöðum var frábær, hóparnir áttu góða helgi og komu sumir með verðlauna­ peninga heim. Í 4. flokki átti Selfoss fjögur lið og var eitt af fjölmennustu félögunum í þessum flokki. Sel­ foss 1 lenti í 3. sæti í A-deild, sem er frábær árangur þar sem yfir 30 lið hafa keppt í 4. flokki í vetur. Selfoss 2 lenti í 6. sæti í B-deild og Selfoss 3 gerði sér lítið fyrir og sigraði B-deildina. Virkilega vel gert hjá stelpunum. Selfoss 4 keppti í C-deild og varð þar í 3. sæti. Framtíðin hjá stelpunum okkar er greinilega björt. Í 3. flokki átti Selfoss þrjú lið. Selfoss 1 keppti í sterkustu deild­ inni, A-deild og varð þar í 7. sæti, eftir að hafa unnið sig upp úr B-deildinni á síðasta móti. Sel­ foss 2 varð í 7. sæti í C-deildinni og Selfoss 3 átti góðan dag í B-deildinni og fengu 3. sætið þar. Við erum stolt af því að hafa getað sent tvö drengjalið til keppni, en kk e varð í 2. sæti ámót­ inu eftir harða keppni við Stjörn­ una og kk y lenti í 3. sæti – hárs­ breidd frá silfrinu. Takk fyrir frábæra helgi, kæru iðkendur, þjálfarar, foreldrar og dómarar. Áfram Selfoss! Frábær helgi á seinni hluta Íslandsmóts unglinga Selfoss 4.fl . 4 Selfoss 3.fl . 2 Selfoss 3.fl . 1 Selfoss 4.fl . 3 Selfoss 4.fl . 2 Selfoss 4.fl . 1 Selfoss kk y Selfoss kk e Selfoss 3.fl . 3 Í lok maí fór fimleikadeild Selfoss með tvö sameinuð 5. flokks- lið á Garpamót Gerplu í Kópavogi, en mótið var haldið í nýja fimleikahúsinu þeirra. Liðin fengu þar verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu í lokin grillaðar pylsur og Svala. Skemmtilegur dagur hjá stúlkunum sem stilltu sér allar saman upp á mynd. Góð stemning hjá Selfoss- stelpunum í 5. flokki í Eyjum KNATTSPYRNA Stelpurnar í 5. flokki stóðu sig vel á TM-mótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum fyrir nokkru. Eins og sjá má á myndinni skemmtu keppendur sér vel ásamt foreldrum, systkinum og þjálf­ urum. Ljósmynd: Umf. Selfoss. KNATTSPYRNA Helgina 9.–10. júní sl. fór Set-mótið í knattspyrnu fram í fjórða sinn á Selfossi. Mótið er haldið fyrir yngra árið í 6. flokki drengja og hefur notið síaukinna vinsælda frá því það var haldið í fyrsta sinn. Metþátttaka var í ár, en kepp­ endur voru um 600 talsins frá 20 íþróttafélögum og voru samtals spilaðir 447 leikir á tveimur dög­ um. Keppendur létu rigningar­ veður ekki mikið á sig fá og var stemningin góð og fótboltinn spilaður af miklu kappi. Í lok móts var verðlauna­ afhending eins og vera ber. Verð­ laun voru veitt efstu þremur lið­ um í hverri deild. Einnig var sér­ stök dómnefnd sem valdi leik­ mann mótsins í hverri deild fyrir sig, markmenn mótsins, sem og þjálfara og dómara mótsins. Að lokum voru svo háttvísisverðlaun KSÍ og Set veitt því félagi sem Markalaus veisla KNATTSPYRNA Selfyssingar buðu upp á veislu í varnarleik og markvörslu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Íslandsmeisturum Þórs/KA í seinustu viku. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn jafn og spennandi. Sóknir gest­ anna voru nokkuð þyngri en það sem ekki braut á varnar­ múr heimakvenna hirti Caitlyn Clem markvörður Selfoss sem átti stórleik. Selfoss er með 5 stig í 6. sæti deildarinnar og sótti HK/ Víking heim í gær en næsti leikur er á heimavelli í Mjólk­ urbikarnum gegn Stjörnunni föstudaginn 29. júní kl. 19:15. Sanngjarnt stig Selfyssinga KNATTSPYRNA Selfyssingar sóttu stig á móti Leikni þegar liðin mættust í Breiðholtinu í liðinni viku. Gilles Ondo s k o r a ð i mark Selfyssinga strax á 3. mínútu en heimamenn jöfnuðu í seinni hálfleik. Selfyssingar eru með 8 stig í 9. sæti deildarinnar og fá Þór Akureyri í heimsókn laugar­ daginn 30. júní kl 16:00. Skemmtilegur fimleika- dagur á Garpamóti Gerplu Set-mótið fór fram í fjórða skipti þótti sýna af sér háttvísi innan vallar sem utan. Tveir heppnir drengir duttu í lukkupottinn þeg­ ar þeir voru dregnir út í happ­ drætti og unnu landsliðstreyju og legghlífar. Öllum var svo boðið í pylsu­ veislu þar sem krakkarnir voru leystir út með gjöfum frá Set og Umf. Selfoss, skemmtilegan bak­ poka merktan mótinu sem í var HM bók og veggspjald. Knattspyrna var leikin af miklu kappi á Set-mótinu. Mynd: UMFS . Gilles Ondo.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz